0094 - Suðurárbotnar - Svartárkot 1998-07-21

Hægt er að fylgja jeppaslóðinni frá Botna að Svartárkoti. Í júlí 1998 voru göngubrýr yfir Suðurá við rústirnar af gangnamannakofunum við Stóruflesju. Í þessari ferð var gengið niður með Suðurá að vestanverðu að Stóruflesju og var farið yfir Suðurá á þessum gögnubrúm. Þaðan var jeppaslóðum fylgt að Svartárkoti.

Athugið að í gögnunum eru aðeins punktar - ekki ferlar.

GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.

Leiðin er um 12 km.

29.7.2006 - ehh@ehh.is

GPX: 0094 - Suðurárbotnar - Svartárkot 1998-07-21.gpx

GPS punktar í GPX skrá

Lýsing Breidd Lengd
0094-01 Botni - skáli FFA í Suðurárbotnum N65 16,178 W17 04,102
0094-02 Við Svartárkot í Bárðardal N65 20,507 W17 15,007

Kort af leiðinni

-

Hæðarferill

-