0124 - Mont Blanc 2011-08-17

Gönguferð á Mont Blanc. Á leiðinni upp var farin þriggja fjalla leiðin (three mounts route). Þessi leið liggur frá Aguille du Midi um fjöllin Tacul og Maudit og svo upp á tind Mont Blanc. Á niðurleiðinni var farin Gouter leiðin, sem liggur utan í Col du Dome, Dome du Gouter, að Gouter skálanum sem er á Aguille du Gouter, og þaðan um Grand Couloir og Tete Rousse jökul og svo endað við Nid d Aigle lestarstöðina. Þessi leið í heild sinni er kölluð á ensku: Traverse of the 4000ers.

Á fyrsta degi var gengið frá kláfastöðinni Aguille du Midi, sem er fyrir ofan Chamonix í Frakklandi í um 3.775 m hæð. Gengið var þaðan að skálanum Cosmiques (3.613 m), sem er rúmlega eins kílómetra leið og gist þar. Þaðan var lagt af stað um kl. 2 um nóttina. Ferðin á Mont Blanc tindinn (4.808 m) tók okkur tæpa 13 klukkutíma. Síðasta spölinn var farið hægt vegna áhrifa frá hæðinni. Um fimm tímum síðar vorum við komin í Gouter skálann (3.817 m) þar sem við gistum. Næsta morgun var gengið niður að Nid d Aigle lestarstöðinni sem tók um 5 klukkustundir.

Hæðartölum í GPS gögnunum frá ferðinni ber ekki alveg saman við hæðir á kortum. Einnig er rétt að hafa í huga að tímasetningar í GPS gögnunum eru GMT tímar og á þeim tíma sem ferðin var farin munaði 2 klukkutímum á GMT og staðartíma.

GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.

Leiðin er um 18 km.

12.5.2013 - ehh@ehh.is

GPX: 0124 - Mont Blanc 2011-08-17.gpx

GPS punktar í GPX skrá

Lýsing Breidd Lengd
0124-01 Aiguille du Midi N45 52,734 E6 53,277
0124-02 Cosmiques skálinn N45 52,403 E6 53,148
0124-03 Epaule du Tacul N45 51,470 E6 52,853
0124-04 Col du mont Maudit N45 50,928 E6 52,411
0124-05 Mont Blanc 4808 m N45 49,976 E6 51,924
0124-06 Refuge Biovouac Vallot N45 50,350 E6 51,131
0124-07 Refuge du Gouter N45 51,193 E6 49,803
0124-08 Tete Rosse N45 51,327 E6 49,129
0124-09 Nil d Aigle lestastöð N45 51,508 E6 47,887

Kort af leiðinni

-

Hæðarferill

-