0125 - Skælingar 2013-07-22

Tveggja daga gönguferð frá skála Útivistar við Sveinstind að Hólaskjóli. Gist var í skála Útivistar í Skælingum. Gengin var hefðbundin gönguleið í Skælinga. Þó var gengið um austurhlíðar Uxatinda. Þar er farin kindagata í um 150 m hæð yfir Skaftá. Auðveldari leið er vestan Uxatinda.

Frá Skælingum var farið uppundir Gjátind en ekki farið á hann vegna þoku. Farið var niður í Eldgjá og eftir henni að bílveginum. Frá göngubrúnni á Ströngukvísl var gengið rúmlega 1 km niður með ánni en þaðan nokkurn vegin beina línu í Hólaskjól.

GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.

Leiðin er um 35 km.

28.7.2013 - ehh@ehh.is

GPX: 0125 - Skælingar 2013-07-22.gpx

GPS punktar í GPX skrá

Lýsing Breidd Lengd
0125-01 Sveinstindur - skáli Útivist N64 05,159 W18 24,931
0125-02 Skælingar - skáli Útivist N63 58,838 W18 31,317
0125-03 Göngubrú - Strangakvísl N63 56,340 W18 38,450
0125-04 Hólaskjól N63 54,437 W18 36,273

Kort af leiðinni

-

Hæðarferill

-