0135 - Búrfell í Grímsnesi 2014-07-11

Gönguferð á Búrfell í Grímsnesi. Leiðin byrjar við Búrfellskirkju. Þaðan er gengið upp og farið yfir gil og þaðan sem leið liggur uppá fjallið. Nokkrar vörður eru á leiðinni. Farið er vestan við vatnið sem er á fjallinu og að landmælingarvörðu sem er rétt norðan við toppinn. Þaðan er gott útsýni. Farið á toppinn og síðan nokkurn veginn sömu leið til baka.

GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.

Leiðin er um 7 km fram og til baka.

13.7.2014 - ehh@ehh.is

GPX: 0135 - Búrfell í Grímsnesi 2014-07-11.gpx

GPS punktar í GPX skrá

Lýsing Breidd Lengd
0135-01 Byrjun N64 04,338 W20 55,478
0135-02 Gil N64 04,887 W20 56,252
0135-03 Varða N64 05,027 W20 56,331
0135-04 Varða N64 05,459 W20 56,681
0135-05 Landmælingavarða N64 05,785 W20 56,253
0135-06 Búrfell toppur N64 05,658 W20 56,262

Kort af leiðinni

-

Hæðarferill

-