Hrafnkelssjóður

Næsta styrkveiting
Næsta styrkveriting Hrafnkelssjóðs verður í ágúst 2020.

Engin styrkveiting verður 2019.

Styrkveiting 13. ágúst 2018
Sjöunda styrkveiting Hrafnkelssjóðs fór fram á Hilton Reykjavík í hádeginu í dag. Styrkþega ársins og fulltrúum styrktarhóps Hrafnkelssjóðs var boðið á afhendinguna. Styrkurinn í ár hljóðaði upp á 1.000.000 krónur.

Auglýst var eftir umsækjendum í gegnum almennan háskólapóst, í Stúdentablaðinu, á heimasíðu Stúdentaráðs og á samfélagsmiðlum. Umsóknirnar voru 37 og fjölmargir afburðastúdentar sóttu um í ár að sögn stjórnar sjóðsins.

Stjórn Hrafnkelssjóðs ákvað á fundi þann 9. ágúst 2018 að veita Árna Frey Gunnarssyni styrk í ár. Námsferill Árna er glæsilegur og hann hefur hlotið mikið lof meðmælenda sinna. Styrkurinn mun nýtast til meistaranáms Árna í stærðfræði við Cambridge-háskóla á Englandi. Í framhaldi þeirrar gráðu hyggst Árni leggja stund á doktorsnám á mörkum stærðfræði og læknavísinda.

Hrafnkelssjóður
Hrafnkelssjóður var stofnaður 1930 í minningu Hrafnkels Einarssonar (1905-1927) er lést nýútskrifaður hagfræðingur frá háskólanum í Vínarborg. Árið 2005 tók sjóðurinn til starfa. Skilyrði fyrir styrk úr sjóðnum er að umsækjandi hafi tekið íslenskt stúdentspróf en hyggi síðan á nám erlendis, annað hvort á meistarastigi eða til doktorsgráðu.

Sjóðurinn er ekki stór og ráðast styrkupphæðir af ávöxtun sjóðsins. Þau ár sem stjórn sjóðsins metur fært að veita styrk er fastur úthlutunardagur 13. ágúst. Auglýsing þar að lútandi mun þá að líkum birtast tímabilið júní/júlí og annast það formaður stúdentaráðs H.Í. sem jafnframt er formaður sjóðsstjórnar.

Þeir sem hafa í hyggju að kynna sér nánar starfsemi Hrafnkelssjóðs geta haft samband við formann Stúdentaráðs H.Í. - netfang: shi@hi.is

Ættmenni Hrafnkels Einarssonar hafa selt minningarkort til stuðnings sjóðnum og er hægt að hafa samband því viðvíkjandi í síma 551-4156 eða 864-0427 (Björg) og 698-4202 (Hrefna).