Hrafnkelssjóður

Engar styrkveitingar verða árið 2014
Að jafnaði er úthlutað úr sjóðnum annað hvert ár, síðast árið 2013. Ekki verður því um úthlutun að ræða árið 2014.

Styrkveiting 15. ágúst 2013
Sjötta styrkveiting Hrafnkelssjóðs fór fram á Hótel Holt í hádeginu í dag. Styrkþegum ársins og fulltrúum styrktarhóps Hrafnkelssjóðs var boðið á afhendinguna. Styrkveitingin í ár var 750.000 krónur. Að auki kom fram á fundi stjórnar þann 8. ágúst síðastliðinn að ættingi Hrafnkels Einarssonar vildi minnast þess sérstaklega að í ár væru 90 ár síðan hann tók stúdentspróf og fór utan til framhaldsnáms; viðkomandi ættingi lagði því fram sérstaklega 250.000 krónur til sérstakrar úthlutunar af þessu tilefni sem álitinn yrði sem ferðastyrkur.

Umsóknirnar voru 25 talsins í ár og flestir umsækjendur afburða vel hæfir að sögn þeirra tóku ákvörðun um styrkveitingu. Tillaga þeirra var sú að Örn Arnaldsson doktorsnemi í stærðfræði við University of Minnesota yrði styrkþegi sjóðsins í ár, en að Ásdís Ólafsdóttir meistaranemi í alþjóðlegum samskiptum við New York University hlyti afmælisstyrkinn. Námsferill beggja er glæsilegur og þau hafa hlotið mikið lof meðmælenda sinna.

Hrafnkelssjóður
Hrafnkelssjóður var stofnaður 1930 í minningu Hrafnkels Einarssonar (1905-1927) er lést nýútskrifaður hagfræðingur frá háskólanum í Vínarborg. Árið 2005 tók sjóðurinn til starfa. Skilyrði fyrir styrk úr sjóðnum er að umsækjandi hafi tekið íslenskt stúdentspróf en hyggi síðan á nám erlendis, annað hvort á meistarastigi eða til doktorsgráðu.

Sjóðurinn er ekki stór og ráðast styrkupphæðir af ávöxtun sjóðsins. Þau ár sem stjórn sjóðsins metur fært að veita styrk er fastur úthlutunardagur 13. ágúst. Auglýsing þar að lútandi mun þá að líkum birtast tímabilið júní/júlí og annast það formaður stúdentaráðs H.Í. sem jafnframt er formaður sjóðsstjórnar.

Þeir sem hafa í hyggju að kynna sér nánar starfsemi Hrafnkelssjóðs geta haft samband við formann Stúdentaráðs H.Í. - netfang: shi@hi.is

Ættmenni Hrafnkels Einarssonar hafa selt minningarkort til stuðnings sjóðnum og er hægt að hafa samband því viðvíkjandi í síma 551-4156 eða 864-0427 (Björg) og 698-4202 (Hrefna).