You are here

Fyrri styrkveitingar

Styrkveiting 2019
Engin úthlutun.

Styrkveiting 13. ágúst 2018
Sjöunda styrkveiting Hrafnkelssjóðs fór fram á Hilton Reykjavík í hádeginu í dag. Styrkþega ársins og fulltrúum styrktarhóps Hrafnkelssjóðs var boðið á afhendinguna. Styrkurinn í ár hljóðaði upp á 1.000.000 krónur.

Auglýst var eftir umsækjendum í gegnum almennan háskólapóst, í Stúdentablaðinu, á heimasíðu Stúdentaráðs og á samfélagsmiðlum. Umsóknirnar voru 37 og fjölmargir afburðastúdentar sóttu um í ár að sögn stjórnar sjóðsins.

Stjórn Hrafnkelssjóðs ákvað á fundi þann 9. ágúst 2018 að veita Árna Frey Gunnarssyni styrk í ár. Námsferill Árna er glæsilegur og hann hefur hlotið mikið lof meðmælenda sinna. Styrkurinn mun nýtast til meistaranáms Árna í stærðfræði við Cambridge-háskóla á Englandi. Í framhaldi þeirrar gráðu hyggst Árni leggja stund á doktorsnám á mörkum stærðfræði og læknavísinda.

Ræða flutt af Elísabetu Brynjarsdæottur við úthlunina
Það gleður mig að vera stödd hér í dag með ykkur við þetta gleðilega tilefni.

Við fögnum afmæli Hrafnkels Einarssonar og höldum minningu og heiðri hans á lofti með úthlutun úr Hrafnkelssjóði í dag. Hrafnkelssjóður var stofnaður 1930 af foreldrum Hrafnkels, þeim Ólafíu Guðfinnu Jónsdóttur og Einari Þorkelssyni, til minningar um son þeirra Hrafnkel Einarsson. Hrafnkell lést síðla árs 1927, skömmu fyrir lokapróf í hagfræði frá háskólanum í Vínarborg, þá aðeins 22 ára gamall. Við stofnun sjóðsins var ákveðið að Hrafnkelssjóður yrði virkur þegar öld væri liðin frá fæðingu Hrafnkels og tók því sjóðurinn til starfa árið 2005. Þetta er í sjöunda skiptið sem styrkveiting er veitt úr sjóðnum, og var ákveðið á stjórnarfundi sjóðsins að upphæðin í ár yrði milljón.

Alls sóttu 37 stúdentar um styrk og voru allar umsóknir til greina. Fjölmargir afburðastúdentar sóttu um styrkinn, en það var ljóst eftir yfirferð umsókna að einn umsækjandinn stóð upp úr.

Við erum því komin saman hér í dag, stjórn Hrafnkelssjóðar og stuðningsfólk sjóðsins, til að veita Árna Frey Gunnarssyni styrk til náms á meistarastigi í stærðfræði við Cambridge-háskóla á Englandi. Í framhaldi þeirrar gráðu hyggst Árni leggja stund á doktorsnám á mörkum stærðfræði og læknavísinda.
Fyrir hönd sjóðsstjórnar vil ég segja að það er okkur sannur heiður að geta stutt við svo framsækinn afburðanemenda, sem hefur skýra framtíðarsýn og mun án efa afreka margt.

Ég vil því óska þér innilega til hamingju.

my image

Við styrkveitingu 13. ágúst 2018 - frá vinstri: Nína Hjördís Þorkelsdóttir, Árni Freyr Gunnarsson (styrkþegi), Elísabet Siemsen (rektor Menntaskólans í Reykjavík og fulltrúi í sjóðsstjórn), Elísabet Brynjarsdóttir (forseti Stúdentaráðs og formaður sjóðsstjórnar) og Stefán Friðfinnsson (gjaldkeri sjóðsstjórnar).

Styrkveiting 2017
Engin úthlutun.

Styrkveiting 2016
Engin úthlutun.

Styrkveiting 2015
Engin úthlutun.

Styrkveiting 2014
Engin úthlutun.

Styrkveiting 15. ágúst 2013
Sjötta styrkveiting Hrafnkelssjóðs fór fram á Hótel Holt í hádeginu í dag. Styrkþegum ársins og fulltrúum styrktarhóps Hrafnkelssjóðs var boðið á afhendinguna. Styrkveitingin í ár var 750.000 krónur. Að auki kom fram á fundi stjórnar þann 8. ágúst síðastliðinn að ættingi Hrafnkels Einarssonar vildi minnast þess sérstaklega að í ár væru 90 ár síðan hann tók stúdentspróf og fór utan til framhaldsnáms; viðkomandi ættingi lagði því fram sérstaklega 250.000 krónur til sérstakrar úthlutunar af þessu tilefni sem álitinn yrði sem ferðastyrkur.

Umsóknirnar voru 25 talsins í ár og flestir umsækjendur afburða vel hæfir að sögn þeirra tóku ákvörðun um styrkveitingu. Tillaga þeirra var sú að Örn Arnaldsson doktorsnemi í stærðfræði við University of Minnesota yrði styrkþegi sjóðsins í ár, en að Ásdís Ólafsdóttir meistaranemi í alþjóðlegum samskiptum við New York University hlyti afmælisstyrkinn. Námsferill beggja er glæsilegur og þau hafa hlotið mikið lof meðmælenda sinna.

Styrkveiting 2012
Engin úthlutun.

Styrkveiting 15. ágúst 2011
Fimmta styrkveiting sjóðsins var til Yrsu Þallar Gylfadóttur, sem hyggst vinna að doktorsritgerð í frönskum bókmenntum við Sorbonne háskóla í París. Styrkurinn var að upphæð 500.000 kr. Tæplega 60 umsóknir bárust til sjóðsins.

Styrkveiting 2010
Engin úthlutun.

Styrkveiting 18. ágúst 2009
Fjórða styrkveiting sjóðsins var til Rósu Elínar Davíðsdóttur, doktorsnema í orðabókarfræðum við Sorbonne háskóla í París. Styrkurinn var að upphæð 500.000 kr.

Styrkveiting 2008
Engin úthlutun.

Styrkveiting 13. ágúst 2007
Þriðja styrkveiting sjóðsins var til Þrándar Helgasonar, doktorsnema í matvælafræðum við University of Massachusetts. Styrkurinn var 250.000 kr.

Styrkveiting 13. ágúst 2006
Önnur styrkveiting sjóðsins var til Ellu Bjartar Teague, sem er með BA gráðu í sálfræði til doktorsnáms í klíniskri taugasálfræði við The City University of New York. Styrkurinn var 250.000 kr.

Styrkveiting 13. ágúst 2005
Fyrsta styrkveiting sjóðsins var til Úlfs Viðars Níelssonar doktorsnema í hagfræði við Columbia háskóla í New York. Styrkurinn var 250.000 kr.