You are here

Minningargrein frá 1927

Minningargrein í Morgunblaðinu 17. desember 1927

+ Hrafnkell Einarsson

Það eru átakanlega hörð örlög, er nú hafa í burtu svift hinum unga og bráðgáfaða stúdent Hrafnkeli Einarssyni, aðeins 22 ára gömlum og fjarri elskaðri ættjörðu sinni.

Hrafnkell stundaði hagfræðinám í Kiel og því næst við Wienarháskóla af hinu mesta kappi. Ætlaði hann sér heim til Íslands í marsmánuði síðastliðnum til þess að viða að sér hagfræðilegum gögnum um fiskveiðar á Íslandi og um vöruútflutning þaðan yfirleitt.

Með haustinu 1927 hugsaði hann sér að halda áfram náminu í Wienarborg, en 14 dögum fyrir áformaða heimför sína sýktist hann skyndilega með hitasótt í tesamkvæmi hjá einum af háskólakennurunum í læknisfræði, og hafði hann jafnan hitaveiki upp frá því, að kalla mátti.

Í aprílmánuði var honum komið af spítala í Wien á Allandheilsuhæli, er stendur á forkunnarfögrum stað í fjöllunum skammt frá heilsubótarstöðvunum í Baden. Þar andaðist Hrafnkell úr berklaveiki þótt aðhlynning öll væri hin besta.

Wienarborg.S

Dr. Hans baron Jaden.

Ath. blaðsins: Eftirmæli þessi eru rituð á þýsku af Dr. von Jaden og er þetta þýðing.